Hvers vegna vakna ég þreytt/ur á morgnana?

Þú þekkir tilfinninguna. Vekjaraklukkan hringir, þú þvingar þig fram úr rúminu og verð restinni af morgninum í þoku. Það er erfiði að halda augunum opnum, hvað þá að einbeita sér að einhverju. Ástæðurnar fyrir því að þú sért þreytt/ur á morgnana geta verið margar, allt frá því að vera eitthvað sem hægt er að leysa […]

Lesa meira

Ekki liggja andvaka tímunum saman og reyna að sofna

Flest fullorðið fólk þarf á milli sjö og níu klukkustunda svefn á nóttu. Þrátt fyrir að fólk hugi vel að svefnheilsu sinni er þó eðlilegt að eiga erfiðari nætur við og við þar sem ómögulegt virðist að festa svefn á kvöldin, fólk vaknar um miðja nótt og getur ekki sofnað aftur eða það vaknar mun […]

Lesa meira

Svefn, líðan og þunglyndi

Flestir þekkja af eigin reynslu hvaða áhrif svefn getur haft á líðan og öfugt. Slæm líðan getur haft áhrif á svefn og á móti getur svefnvandi haft áhrif á líðan og er þá kominn af stað vítahringur sem erfitt getur reynst að stöðva. Raunin er sú að svefn tengist andlegri heilsu sterkum böndum og þar […]

Lesa meira

Skólinn byrjar of snemma fyrir unglinga

Hver kannast ekki við ungling sem vill vaka fram eftir allri nóttu og sofa til hádegis? Foreldrum finnst þessi hegðun unglingsins ef til vill óásættanleg og að þeirra mati væri betra ef hann færi að sofa fyrr, sérstaklega ef það er skóli daginn eftir.  Öll höfum við innbyggða líkamsklukku eða dægursveiflu. Þegar börn komast á […]

Lesa meira

Hvers vegna er svefn mikilvægur fyrir íþróttafólk?

Það er almennt vitað um mikilvægi þess að stunda reglubundna hreyfingu og að borða holla og næringarríka fæðu til þess að ná góðum árangri í íþróttum, en stundum verður mikilvægi svefns útundan. Þú getur æft af krafti í ræktinni eða þinni íþrótt, en ef svefninn er ekki nægilega góður þá verða æfingarnar lakari og það […]

Lesa meira

Líkamsklukkan stýrir svefni, vöku og athöfnum dagslegs lífs

Hvað er dægursveifla? Á hverjum sólarhring eiga sér stað ýmsar lífeðlislegar breytingar í mannslíkamanum. Þessar breytingar eru m.a. á kjarnahitastigi líkamans, hormónasveiflum, matarlyst, skapi og hugrænni getu eins og árvekni, athygli og einbeitingu. Starfsemi og virkni hinna ýmsu kerfa líkamans sveiflast eftir takti sem kallast dægursveifla. Dægursveiflan er einn af þeim þáttum sem ákvarða svefn […]

Lesa meira

Hvaða áhrif hafa orkudrykkir á svefn?

Vinsældir orkudrykkja Orkudrykkir njóta mikilla vinsælda á Íslandi í dag og hefur neysla þeirra aukist mikið á síðustu árum. Orkudrykkjaneysla barna og unglinga er sérstakt áhyggjuefni, en í íslenskri rannsókn frá 2018 kemur fram að um 55% menntaskólanema og 28% grunnskólanema drekki einn eða fleiri orkudrykk daglega. Framleiðsla og markaðssetning á orkudrykkjum hefur tekið breytingum […]

Lesa meira

Hvað kostar svefnleysi?

Rannsóknir benda til þess meira en þriðjungur fullorðinna þjáist af svefnleysi einhvern tíma um ævina. Svefntími fólks er jafnframt að styttast og nýlegar tölur benda til þess að rúmlega þriðjungur íslendinga sofi minna en sex klukkustundir á nóttu að meðaltali. Svefn hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu okkar en eftir einungis eina svefnlitla […]

Lesa meira

Vítahringur svefnleysis og verkja

Við verjum um þriðjungi ævinnar sofandi og svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu. Hlutverk svefns er margþætt en endurnýjun frumna, orkusparnaður og endurnæring, úrvinnsla áreita, viðgerð og uppbygging eru meðal þess sem gerist í svefni. Það er ótal margt sem hefur áhrif á svefn en þeir sem þjást af verkjum eru í […]

Lesa meira

Sofum betur í sumar

Loksins er vorið komið með hækkandi sól og hita fyrir ofan frostmark og blessað sumarið handan við hornið. En fyrir marga er sumarið ekki eintóm sæla. Eins og alþekkt er svo norðarlega, eins og eyjan okkar, eru dagarnir langir og bjartir og nokkrar vikur af sumri er bjart allan sólarhringinn. Þessir björtu, löngu sumardagar geta […]

Lesa meira
« Nýrri Eldri »