Um okkur

Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Erla lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla starfar einnig við kennslu og se leiðbeiniandi BS og meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla er einnig höfundur bókarinnar Svefn sem kom út í mars 2017 og barnabókarinnar Svefnfiðrildin sem kom út árið 2020.
Hægt er að hafa samband við Erlu í gegnum netfangið erla@betrisvefn.is
Inga Rún Björnsdóttir er sálfræðingur hjá Betri svefni. Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2005 og flutti þá til Kaupmannahafnar þar sem hún dvaldi í rúman áratug við nám og störf. Inga lauk kandidatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2015 og fékk starfsleyfi frá Embætti Landlæknis til að starfa sem sálfræðingur árið 2017. Faglegur bakgrunnur Ingu liggur innan taugasálfræði og klínískrar sálfræði. Í meistaraverkefninu skoðaði hún hugræna færni, hugræna endurhæfingu og andlega líðan fólks með taugasjúkdóminn Multiple Sclerosis. Inga starfaði um árabil sem sálfræðingur í taugasálfræðiþjónustu Landspítala, á endurhæfingardeild Grensáss, við taugasálfræðilegar athuganir, ráðgjöf og hugræna endurhæfingu fólks með hugrænan vanda. Inga starfar einnig sem gestakennari í klínískri taugasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Inga hefur mikinn áhuga á mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu. Inga hóf störf hjá Betri svefni árið 2021. Hún heldur fyrirlestra um svefn fyrir fyrirtæki, íþróttafélög og aðrar stofnanir. Hún stýrir hópnámskeiðum og sinnir einstaklingsmeðferð og ráðgjöf. Inga hefur sótt vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi, HAM-S (e. Cognitive Behavioural Therapy for Insomnia, CBT-I).
Hægt er að hafa samband við Ingu og óska eftir viðtali með því að senda tölvupóst á netfangið inga@betrisvefn.is.
Einnig er hægt er að óska eftir viðtali (staðviðtal eða fjarviðtal) í gegnum þennan hlekk. Þú færist sjálfkrafa yfir á síðu Kara connect þar sem þú nýskráir þig með rafrænum skilríkjum og fyllir inn grunnupplýsingar. Inga hefur svo samband í gegnum síma eða tölvupóst varðandi tíma sem hentar þér.
Hildur er kennari að mennt, með BA gráðu í spænsku og meistaragráðu í Evrópufræðum. Hildur býr yfir góðri tungumálakunnáttu og hefur víðtæka starfsreynslu, m.a. af fyrirtækjarekstri, leiðsögn, námskeiðahaldi og markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Hildur hefur umsjón með fyrirtækjaþjónustu Betri svefns. Hægt er að hafa samband við Hildi með því að senda póst á hildur@betrisvefn.is
Hálfdan Steinþórsson er einn af stofnendum Betri Svefns og situr í stjórn fyrirtækisins. Hálfdan lauk B.A prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2009 þar sem hann lagði áherlsu á markaðs og fjölmiðlarannsóknir. Hann lagði einnig stund á meistaranám í Lögfræði við Háskólann í Reykjavík 2009-10. Hálfdan hefur komið að stofnum og rekstri fyrirtækja á sviði vildar og tryggðarlausna fyrir banka, greiðslukortafélög og símfélög. Einnig hefur Hálfdan sinnt ráðgjafastörfum hjá stærri fyrirtækjum í notkun vildarkerfa og meðhöndlun ganga ásamt því að hafa haldið fjölda fyrirlestra um nýsköpun og frumhugsun fyrir fyrirtæki og háskólanema.
Hálfdan er einn af stofnendum og framkvæmdarstjóri GOMOBILE ehf ásamt því að vera stofnandi og stjórnarformaður Vinnustofu Kjarvals
Alexander sér um stafræna þróun hjá Betri svefn.
Ólafur er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. tölvunarfræði fá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg. Hann hefur unnið við upplýsingatækni í tæp 20 ár og er með brennandi áhuga á hvernig hægt er að nýta tölvutækni til að auka lífsgæði og vellíðan einstaklinga. Ólafur sér um upplýsingatækni fyrir Betri svefn.
Gylfi hefur verið mjög virkur í startup fyrirtækjum sem fjárfestir og leiðbeinandi og hefur leiðbeint fyrirtækjum á byrjunarstigum og í útrás. Gylfi hefur látið heilbrigði og vellíðan starfsfólks sig varða í sínu starfi og er meðvitaður um hversu nauðsynlegt er að greina áhrif svefns á vellíðan starfsfólks og hjálpa einstaklingum að átta sig á því að lausnirnar felast ekki alltaf í lyfjum heldur hugrænni atferlismeðferð. Gylfi hefur verið stjórnarformaður Betri Svefns síðan 2018.
Sören Berg er læknir sem hefur starfað við svefnrannsóknir í yfir 30 ár. Sören hefur setið í stjórn Betri svefns frá upphafi og verið virkur þátttakandi í uppbyggingu og stjórnun fyrirtækisins. Sören starfar í dag við svefnrannsóknir og ráðgjöf við Lovisenberg sjúkrahúsið í Oslo. Sören hefur gríðarlega mikla reynslu af svefnrannsóknum og hefur birt yfir 50 ritrýndar vísindagreinar.
Steindór er læknir sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands í júní 2013. Steindór hefur góða þekkingu á svefnvandamálum í gegnum nám sitt og starf. Hann hefur að auki sett á laggirnar vefsíðu með kennsluefni fyrir þá sem hyggjast þreyta inntökupróf í læknisfræði. Steindór hefur góða tölvuþekkingu og hefur góða reynslu af miðlun kennsluefnis í vefformi ásamt tölfræðilegri úrvinnslu og birtingu gagna.
Steindór er hluti af stofnendahóp Betri svefns.
Gunnar er læknir sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands í júní 2013. Gunnar hefur fengið góða innsýn í svefnvanda þjóðarinnar í gegnum starf sitt á heilsugæslu og þekkir vel þörfina fyrir gott aðgengi að árangursríkum úrræðum við langvarandi svefnleysi. Gunnar starfar í dag hjá Kerasis.
Gunnar er hluti af stofnendahóp Betri svefns.