Erla Björnsdóttir

Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Erla lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi.

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla er einnig höfundur bókarinnar Svefn sem kom út í mars 2017.

Hægt er að hafa samband við Erlu í gegnum netfangið erla@betrisvefn.is

Hálfdan Steinþórsson

Hálfdan Steinþórsson er einn af stofnendum Betri Svefns og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hálfdan lauk B.A prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2009 þar sem hann lagði áherlsu á markaðs og fjölmiðlarannsóknir. Hann lagði einnig stund á meistaranám í Lögfræði við Háskólann í Reykjavík 2009-10. Hálfdan hefur komið að stofnum og rekstri fyrirtækja á sviði vildar og tryggðarlausna fyrir banka, greiðslukortafélög og símfélög. Einnig hefur Hálfdan sinnt ráðgjafastörfum hjá stærri fyrirtækjum í notkun vildarkerfa og meðhöndlun ganga ásamt því að hafa haldið fjölda fyrirlestra um nýsköpun og frumhugsun fyrir fyrirtæki og háskólanema.

Hálfdan er einn af stofnendum og framkvæmdarstjóri GOMOBILE ehf.

Hægt er að hafa samband við Hálfdan í gegnum netfangið halfdan@betrisvefn.is

Petra Lind

Petra Lind lauk BSc prófi í sálfræði árið 2014 og meistaraprófi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2016. Hún hefur starfað í notendaráðgjöf hjá Betri Svefni síðan í ársbyrjun 2014 og starfar einnig á endurhæfingargeðdeild Landspítalans á Kleppi þar sem hún sinnir bæði hóp- og einstaklingsmeðferð með aðferðum Hugrænnar Atferlismeðferðar. Samhliða þessu hefur hún einnig sinnt hópastarfi á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands meðal einstaklinga sem sækja 4 vikna endurhæfingarprógram í offitu- lífstíls og hjarta- og lungnahópum. Petra hefur haldið ýmsa fyrirlestra um svefn- og svefnvanda auk fyrirlestra meðal íþróttafólks og ungmenna um átröskunareinkenni og líkamsímynd.

Petra sér um þjónustu við notendur Betri svefns og hægt er að hafa samband við hana í gegnum netfangið petra@betrisvefn.is

Steindór Oddur Ellertsson

Steindór er læknir sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands í júní 2013. Steindór hefur góða þekkingu á svefnvandamálum í gegnum nám sitt og starf. Hann hefur að auki sett á laggirnar vefsíðu með kennsluefni fyrir þá sem hyggjast þreyta inntökupróf í læknisfræði. Steindór hefur góða tölvuþekkingu og hefur góða reynslu af miðlun kennsluefnis í vefformi ásamt tölfræðilegri úrvinnslu og birtingu gagna.

Steindór er hluti af stofnendahóp Betri svefns.

 

Gunnar Jóhannsson

Gunnar er læknir sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands í júní 2013. Gunnar hefur fengið góða innsýn í svefnvanda þjóðarinnar í gegnum starf sitt á heilsugæslu og þekkir vel þörfina fyrir gott aðgengi að árangursríkum úrræðum við langvarandi svefnleysi. Gunnar starfar í dag hjá Kerasis.

Gunnar er hluti af stofnendahóp Betri svefns.

Sören Berg

Sören Berg er læknir sem hefur starfað við svefnrannsóknir í yfir 30 ár. Sören hefur setið í stjórn Betri svefns frá upphafi og verið virkur þátttakandi í uppbyggingu og stjórnun fyrirtækisins. Sören starfar í dag við svefnrannsóknir og ráðgjöf við Lovisenberg sjúkrahúsið í Oslo. Sören hefur gríðarlega mikla reynslu af svefnrannsóknum og hefur birt yfir 50 ritrýndar vísindagreinar.

 

 

Nína Guðrún Guðjónsdóttir

Nína Guðrún Guðjónsdóttir er sálfræðingur hjá Betri svefn og starfar einnig á geðsviði Landspítala. Nína lauk BS-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2017 og meistaragráðu í klínískri sálfræði úr Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Í lokaverkefni sínu vann Nína rannsókn á auknu aðgengi hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi á heilsugæslu. Frá útskrift hefur Nína unnið á geðsviði Landspítala. Hún vinnur á einni af almennu móttökugeðdeildum Landspítala.

Nína býður upp á hugræna atferlismeðferð við svefnleysi.

Hægt er að panta tíma með því að senda póst á betrisvefn@betrisvefn.is

Ásthildur Margrét Gísladóttir

Ásthildur Margrét Gísladóttir lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2012 og M.Sc. prófi í taugasálfræði frá Maastricht University 2015. Hún stundar nú meistaranám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, þaðan sem hún mun útskrifast vorið 2020. Síðastliðin fjögur ár hefur Ásthildur starfað við rannsóknir hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna og hafði þar meðal annars umsjón með klínískri framkvæmd rannsóknar á sambandi erfða og kæfisvefns. Í meistaraverkefni sínu skoðar hún samband kæfisvefns og hugrænnar færni barna.

Hún hefur verið meðleiðbeinandi á námskeiði í hugrænni atferlismeðferð við svefnvanda ásamt því að koma að einstaklingsmeðferðum við svefnvanda undir handleiðslu sálfræðings.