Hópmeðferð við svefnleysi - staðnámskeið

6 vikur

Hópmeðferð við svefnleysi er ætluð 18 ára og eldri sem glíma við svefnvanda. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Þátttakendur hittast einu sinni í viku (fimmtudaga frá 13.00-15.00) í 2 klst í senn undir handleiðslu sálfræðinga Betri svefns. Námskeiðið fer fram í húsnæði Betri svefns, Lækjartorgi 5, 2.hæð. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum.

Næstu meðferðir í Hópmeðferð við svefnleysi - staðnámskeið

Dagsetning: 07/11/2024

Tími: 13:00-15:00

Verð: 64.900 kr.

Senda fyrirspurn

Dagsetning: 09/01/2025

Tími: 13:00-15:00

Verð: 64.900 kr.

Senda fyrirspurn

Hópmeðferð við svefnleysi í gegnum fjarfund

6 vikur

Hópmeðferð við svefnleysi er ætluð 18 ára og eldri sem glíma við svefnvanda. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Þátttakendur hittast einu sinni í viku í 1,5 klst í senn (mánudaga frá 13.00-14.30) undir handleiðslu sálfræðinga Betri svefns. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað og hentar því einstaklega vel þeim sem búa á landsbyggðinni eða komast ekki á staðnámskeið. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum.

Næstu meðferðir í Hópmeðferð við svefnleysi í gegnum fjarfund

Dagsetning: 04/11/2024

Tími: 13:00-14:30

Verð: 64.900 kr.

Senda fyrirspurn

Dagsetning: 06/01/2025

Tími: 13:00-14:30

Verð: kr.

Senda fyrirspurn

Betri rútína, betri svefn, betri líðan (fjarnámskeið-ZOOM)

4 vikur

Fjögurra vikna hópnámskeið, þar sem lögð er áhersla á að bæta svefnrútínu, stuðla að góðum svefnvenjum og þar með betri svefni og betri líðan. Einnig verður áhersla á áhrif streitu og ýmissa lífsstílstengda þátta á svefn og líðan. Þátttakendur fá vikuleg verkefni sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa aðgang að sálfræðingum Betri svefns á milli tíma meðan á námskeiði stendur. Fyrir hverja: Fólk frá 18 ára aldri sem vill leggja áherslu á að bæta rútínu sína og svefnvenjur ásamt því að gera breytingar á lífsstílsstengdum þáttum sem hafa áhrif á svefn og líðan. Hvenær: Kennt er fjóra miðvikudaga í röð frá kl. 13.00-14.00. Hvar: Námskeiðið er fjarnámskeið og fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM.

Næstu meðferðir í Betri rútína, betri svefn, betri líðan (fjarnámskeið-ZOOM)

Dagsetning: 27/11/2024

Tími: 13:00-14:00

Verð: 45.000 kr.

Senda fyrirspurn

Dagsetning: 15/01/2025

Tími: 13:00-14:00

Verð: 45.000 kr.

Senda fyrirspurn