Hópmeðferð við svefnleysi í gegnum fjarfund
6 vikur
Hópmeðferð við svefnleysi er ætluð 18 ára og eldri sem glíma við svefnvanda. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Þátttakendur hittast einu sinni í viku (fimmtudaga) í 2 klst í senn undir handleiðslu sálfræðinga Betri svefns. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað og hentar því einstaklega vel þeim sem búa á landsbyggðinni eða komast ekki á staðarnámskeið. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum.
Næstu meðferðir í Hópmeðferð við svefnleysi í gegnum fjarfund
Hópmeðferð við svefnleysi - staðnámskeið
6 vikur
Hópmeðferð við svefnleysi er ætluð 18 ára og eldri sem glíma við svefnvanda. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur. Þátttakendur hittast einu sinni í viku (mánudaga frá 13.00-15.00) í 2 klst í senn undir handleiðslu sálfræðinga Betri svefns. Námskeiðið fer fram í húsnæði Betri svefns, Lækjartorgi 5, 2.hæð. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum.
Næstu meðferðir í Hópmeðferð við svefnleysi - staðnámskeið
Svefn og kvíði - Zoom hópmeðferð fyrir ungt fólk
4 vikur
Margir þeirra sem kljást við svefnleysi kannast við það að óþægilegar hugsanir haldi fyrir þeim vöku á kvöldin. Stundum byrjar svefnleysi vegna kvíðvænlegra hugsana en þegar vandamálið sem olli hugsununum er yfirstaðið situr svefnleysið eftir. Í öðrum tilfellum getur svefnleysið sem slíkt ýtt undir vanlíðan og kvíða. Í báðum tilfellum er um vítahring að ræða sem er mikilvægt að brjóta upp. Markmiðið með hópmeðferðinni Svefn og kvíði er að vinna með bæði svefnleysi og kvíða og uppræta þann vítahring sem skapast á milli þessara tveggja þátta. Í hópnum eru 8-12 manns á aldrinum 18-30 ára. Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Við minnum á að allar meðferðir Betri svefns eru niðurgreiddar af stéttarfélögum. Meðferðin fer fram í gegnum Zoom fjarfundarbúnað.