Er þitt fyrirtæki svefnvottað?

Betri svefn býður uppá fræðslu um svefn, skimun svefnvandamála og meðferð við svefnvanda fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki sem nýta sér þjónustu Betri svefns fá gæðastimpil um að viðkomandi fyrirtæki setji svefn starfsmanna sinna í forgang


Er svefnleysi vandamál fyrirtækja?

Fyrirtæki þekkja vel mikilvægi þess að starfsmenn þeirra séu heilbrigðir og líði sem best í vinnunni. Góð heilsa tryggir aukin afköst og minnkaðar fjarvistir. Miklu er varið í mataræði og hreyfingu en þriðja stoð andlegs og líkamlegs heilbrigðis, svefninn, verður oft útundan. Rannsóknir hafa sýnt að greining og meðhöndlun á svefnleysi er ekki aðeins mikilvægt heldur er það inngrip sem skilar hvað mestri hagræðingu fyrir fyrirtæki. Kostnaður fyrirtækja vegna svefnleysis er umtalsverður en hagstætt er að meðhöndla svefnleysi og árangurinn áreiðanlegur.

Dæmi um kostnað fyrirtækja vegna svefnleysis:

 • Dregur úr framleiðni í vinnu
 • Fjölgar veikindadögum um 100%
 • Dregur úr viðbragðsflýti, athygli, einbeitingu og árvekni
 • Aukin hætta á slysum og misstökum en um 25% allra mistaka á vinnustöðum eru rakin til svefnleysis

Dæmi um kostnað starfsmanna vegna svefnleysis:

 • Skert orka, lakari einbeiting, verri líðan og minni afköst
 • Aukin hætta á kvíða og þunglyndi
 • Lakara ónæmiskerfi
 • Aukin hætta á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum

Hvað felst í fyrirtækjapakka við svefnvanda?

Fræðsla um svefnleysi, úttekt á áhrifum svefnvanda innan fyrirtækis og meðferð við svefnleysi

 • Svefn starfsmanna er metinn með vefskimun þar sem leitað er eftir einkennum of lítils svefntíma, langvarandi svefnleysis, dagsyfju og kæfisvefns.
 • Sérfræðingar Betri svefns mæta á vinnustaðinn og halda fræðsluerindi um svefn og svefnleysi fyrir starfsmenn. Einnig er möguleiki á fyrirlestri í gegnum fjarfundarbúnað.
 • Starfsmenn fá hlekk á spurningalista þar sem skimað er fyrir svefnvanda. Svör starfsmanna eru með öllu órekjanleg. Betri svefn einsetur sér að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem unnið er með og meðhöndla allar persónuupplýsingar eins og lög kveða á um.
 • Þeir sem ná viðmiðum um svefnleysi fá boð í vefmeðferð Betri svefns sem nær yfir sex vikur ásamt sex vikna eftirfylgd. Á meðan meðferð stendur hafa þeir sem hana sækja ótakmarkað aðgengi að sálfræðingum Betri svefns.
 • Fyrirtæki hlýtur Svefnvottun Betri svefns fyrir að ljúka fyrirtækjaskimun.

Meðal fyrirtækja sem hafa hlotið svefnvottun Betri svefns: