Er þitt fyrirtæki svefnvottað?

Betri svefn býður uppá fræðslu um svefn, skimun svefnvandamála og meðferð við svefnvanda fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki sem nýta sér þjónustu Betri svefns fá gæðastimpil um að viðkomandi fyrirtæki setji svefn starfsmanna sinna í forgang

Er svefnleysi vandamál fyrirtækja?

Fyrirtæki þekkja vel mikilvægi þess að starfsmenn þeirra séu heilbrigðir og líði sem best í vinnunni. Góð heilsa tryggir aukin afköst og minnkaðar fjarvistir. Miklu er varið í mataræði og hreyfingu en þriðja stoð andlegs og líkamlegs heilbrigðis, svefninn, verður oft útundan. Rannsóknir hafa sýnt að greining og meðhöndlun á svefnleysi er ekki aðeins mikilvægt heldur er það inngrip sem skilar hvað mestri hagræðingu fyrir fyrirtæki. Kostnaður fyrirtækja vegna svefnleysis er umtalsverður en hagstætt er að meðhöndla svefnleysi og árangurinn áreiðanlegur.

Dæmi um kostnað fyrirtækja vegna svefnleysis:

  • Fjarvistir og minnkuð framleiðni sem jafngilda 7-11 daga fjarvistir á starfsmann.
  • Aukin hætta á slysum, svefnleysi er orsök 7% slysa en 23% af kostnaði.

Dæmi um kostnað starfsmanna vegna svefnleysis:

  • Aukin hætta á kvíða, þunglyndi, sykursýki, hjarta og æðasjúkdómum

Vefskimun á svefni fyrirtækja

Við veitum nafnlausa vefskimun á stöðu svefnleysis innan fyrirtækis. Yfirlit yfir svefnleysi starfsmanna og möguleg áhrif þess á afköst, ánægju og heilsu starfsmanna. Leitað er eftir einkennum of lítils svefntíma, langvarandi svefnleysi, dagsyfju og kæfisvefni. Allir starfsmenn fá bein svör varðandi sín vandamál og hvert þeim er ráðlagt að leita í kjölfarið ef þörf er á frekari rannsóknum eða meðferð.

Fræðsla fyrir starfsmenn

Boðið er upp á fræðslu um svefn og svefnleysi fyrir starfsmenn. Sálfræðingur eða læknir frá Betri svefn kemur í heimsókn til ykkar og farið er yfir hvað gerist þegar við sofum og hvaða þættir stýra svefnmynstri okkar. Gefin eru almenn ráð til að bæta svefn og vinna bug á vægum svefntruflunum og einnig er farið yfir grunnatriði í Hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi.

Vefmeðferð langvarandi svefnleysis

Betri svefn býður nú vefmeðferð við svefnleysi þar sem notandi getur fengið kjörmeðferð hvar sem er og hvenær sem er í gegnum vefinn. Meðferðin byggir á Hugrænni atferlismeðferð sem er ráðlögð sem fyrsta val við langvarandi svefnleysi af læknasamtökum. Í meðferðinni er unnið að því að leiðrétta slæmar venjur og hugsanir tengdar svefni, auka svefngæði og gefnar eru leiðbeiningar um niðurtröppun svefnlyfja.

Fyrirtækjum býðst að fá tilboð í hópaðgang að vefsíðunni fyrir sína starfsmenn. Vefmeðferðin er inngrip með mælanlegum niðurstöðum þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með raunverulegum ávinningi fyrir heilsu starfsmanna.

Smelltu á takkann hér að neðan til að óska eftir þjónustu frá okkur við þitt fyrirtæki.

Stærstu fyrirtæki landsins eru að nýta sér þjónustu Betri svefns til að byggja upp betri starfsemi

Við erum einnig í samstarfi við vinnuvernd og ef fyrirtæki þitt er í þeirra umsjá er hægt að nálgast þjónustu okkar með því að hafa samband við þau.