Fyrirlestrar

Sérfræðingar Betri svefns bjóða upp á fyrirlestra um svefn fyrir vinnustaði, fyrirtæki, skóla, íþróttafélög, félagasamtök og aðra hópa. Í almennum fyrirlestri fjöllum við m.a. um svefn og svefnleysi, áhrif á lífsstíl og heilsu, ráð við góðum nætursvefni og helstu úrræði við svefnvanda. 

  • Almennur fyrirlestur um svefn og svefnleysi er 50 mín

Við sérsníðum einnig fræðsluna að ykkar hópi:

  • Svefn og heilsa
  • Svefn, konur og hormón
  • Svefn barna 
  • Svefn ungmenna 
  • Svefn og vaktavinna 
  • Svefn og íþróttir
  • Svefnvandamál og svefnsjúkdómar
  • Áhrif sjúkdóma á svefn
  • Svefnleysi og hugræn færni

Vinnustofur

Betri svefn býður upp á vinnustofur um svefn fyrir vinnustaði, skóla, félagasamtök og aðra hópa. Á vinnustofum fer fram fræðsla um svefn og svefnleysi, sérsniðin að hverjum hóp fyrir sig ásamt umræðum og verkefnavinnu.

  • Vinnustofa 3 klst
  • Vinnustofa 8 klst

Námskeið

Betri svefn býður upp á námskeið um svefn þar sem lögð er áhersla á áhrif svefns og svefnleysis á heilsu, lífsstíl, streitu, kvíða ásamt umfjöllun um svefnsjúkdóma og meðferðir við svefnvanda. Allir þátttakendur skrá daglega svefndagbók. Námskeiðið fer fram einu sinni í viku í 1-2 klst í senn, þrjár vikur í röð.


Skráðu þig á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.

Sunna er fjörug stelpa sem veit fátt skemmtilegra en að leika við Bjart, besta vin sinn. Undanfarið hefur Sunna verið lasin og fer til læknis sem segir Sunnu frá svefnfiðrildunum. Þau hjálpa okkur að sofna og hvílast vel á nóttinni. Svefnfiðrildin eru stórmerkileg og Sunna getur varla beðið eftir að segja öllum frá töfrum þeirra! Þessi skemmtilega og fallega saga útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum.

Kaupa bók

Svefn er ein af grunnstoðum heilsu, ásamt næringu og hreyfingu. Svefnvandamál eru algeng í hröðu nútímasamfélagi en óreglulegar svefnvenjur og skortur á svefni geta haft margvísleg áhrif á líkamlega og geðræna heilsu. Í þessari bók er fjallað um svefn út frá ýmsum sjónarhornum, útskýrt er hvað gerist meðan á svefni stendur og fjallað um algeng svefnvandamál meðal barna, unglinga og fullorðinna.

Kaupa bók