
Inga Rún Björnsdóttir
Inga Rún Björnsdóttir er sálfræðingur hjá Betri svefni. Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá HÍ 2005 og mastersprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 2015. Faglegur bakgrunnur Ingu liggur innan taugasálfræði og klínískrar sálfræði. Inga starfaði um árabil sem sálfræðingur í taugasálfræðiþjónustu Landspítala. Þar starfaði Inga í þverfaglegum teymum, m.a. heilaskaðateymi Grensáss. Inga starfaði einnig um árabil sem stundakennari í klínískri taugasálfræði við sálfræðideild HÍ.
Inga hefur mikinn áhuga á mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hún heldur fyrirlestra og námskeið fyrir fyrirtæki, vinnustaði, íþróttafélög, skóla og ýmis félagasamtök. Hún stýrir hópnámskeiðum Betri svefns, veitir einstaklingsmeðferð og almenna ráðgjöf við svefnvanda, kvíða, streitu og fleira, ásamt því að handleiða nemendur í starfsnámi. Inga er einnig í þróunarteymi SheSleep, svefn-appi sem sniðið er að konum.
Inga hefur sótt vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi, HAM-S (e. Cognitive Behavioural Therapy for Insomnia, CBT-I) sem er sú meðferð sem klínískar leiðbeiningar mæla með sem fyrsta val þegar langvarandi svefnleysi er til staðar. Inga hefur sótt fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur innan sálfræðinnar.
Auk sálfræðimenntunar er Inga einnig menntuð jógakennari og jóga nidra kennari og leiðir reglulega fræðslu- og slökunarviðburði með áherslu á streitulosun, andlega vellíðan og bættan svefn.
Hægt er að senda Ingu tölvupóst á inga@betrisvefn.is og óska eftir einstaklingsviðtali, en Inga sinnir aðallega meðferð við svefnvanda, kvíða, depurð, streitu og lágu sjálfsmati. Einnig ef þú ert með fyrirspurn um að bóka fræðslufyrirlestra (t.d. um svefn, streitu og fleira) eða fá frekar upplýsingar um þjónustuna sem við veitum.