Sunna er fjörug stelpa sem veit fátt skemmtilegra en að leika við Bjart, besta vin sinn. Undanfarið hefur Sunna verið lasin og fer til læknis sem segir Sunnu frá svefnfiðrildunum. Þau hjálpa okkur að sofna og hvílast vel á nóttinni. Svefnfiðrildin eru stórmerkileg og Sunna getur varla beðið eftir að segja öllum frá töfrum þeirra! Þessi skemmtilega og fallega saga útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum.
Svefn er ein af grunnstoðum heilsu, ásamt næringu og hreyfingu. Svefnvandamál eru algeng í hröðu nútímasamfélagi en óreglulegar svefnvenjur og skortur á svefni geta haft margvísleg áhrif á líkamlega og geðræna heilsu. Í þessari bók er fjallað um svefn út frá ýmsum sjónarhornum, útskýrt er hvað gerist meðan á svefni stendur og fjallað um algeng svefnvandamál meðal barna, unglinga og fullorðinna.
Skráðu þig á póstlistann
Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.