Inga Rún Björnsdóttir

Inga Rún Björnsdóttir er sálfræðingur hjá Betri svefni. Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2005 og flutti þá til Kaupmannahafnar þar sem hún dvaldi í rúman áratug við nám og störf. Inga lauk kandidatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2015 og fékk starfsleyfi frá Embætti Landlæknis til að starfa sem sálfræðingur árið 2017. Faglegur bakgrunnur Ingu liggur innan taugasálfræði og klínískrar sálfræði. Í meistaraverkefninu skoðaði hún hugræna færni, hugræna endurhæfingu og andlega líðan fólks með taugasjúkdóminn Multiple Sclerosis. Inga starfaði um árabil sem sálfræðingur í taugasálfræðiþjónustu Landspítala, á endurhæfingardeild Grensáss, við taugasálfræðilegar athuganir, ráðgjöf og hugræna endurhæfingu fólks með hugrænan vanda. Inga starfar einnig sem stundakennari í klínískri taugasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Inga hefur mikinn áhuga á mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hún heldur fyrirlestra um svefn fyrir fyrirtæki, vinnustaði, íþróttafélög, skóla og ýmis félagasamtök. Hún stýrir hópnámskeiðum Betri svefns, veitir einstaklingsmeðferð við svefnleysi og öðrum svefnvanda og sinnir einnig almennri svefnráðgjöf.

Inga hefur sótt vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi, HAM-S (e. Cognitive Behavioural Therapy for Insomnia, CBT-I) sem er sú meðferð sem klínískar leiðbeiningar mæla með sem fyrsta val þegar langvarandi svefnleysi er til staðar. Inga hefur sótt fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur á sviði taugasálfræði annars vegar og svefns hins vegar.

Inga er einnig Jóga Nidra leiðbeinandi og hefur lokið I AM Yoga Nidra Professional Training hjá Kamini Desai. Jóga Nidra er leidd meðvituð djúpslökun sem skapar jafnvægi, dregur úr vöðvaspennu, minnkar streitu og bætir svefn. Jóga Nidra djúpslökun er því mjög góð fyrir þau sem glíma við svefnvanda. Inga mun leiða Jóga Nidra tíma Betri svefns á komandi misserum og einnig er hægt að bóka einkatíma í Jóga Nidra hjá Ingu.

Hægt er að hafa samband við Ingu og óska eftir viðtali með því að senda tölvupóst á netfangið inga@betrisvefn.is.

Einnig er hægt er að bóka viðtal í gegnum þennan hlekk á síðu Kara connect.

 

Skráðu þig á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.