Gylfi Sigfússon

Gylfi Sigfússon er viðskiptafræðingur / Cand. Oecon útskrifaður frá Háskóla Íslands árið 1990. Gylfi er Forstjóri Eimskips Norður Ameríku sem er með 13 starfstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Gylfi er búsettur í Virginía fylki í Bandaríkjunum.
Gylfi hefur lengstan hluta starfsævi sinnar unnið við flutningatengdan rekstur og var Forstjóri Eimskipafélags Íslands frá árinu 2008-2019 og stýrði endurskipulagningu Eimskipafélagsins og endurreisn. Gylfi hefur alla tíð verið virkur í félagsstörfum hvort sem er í menningu, pólitík, skólamálum, íþróttum eða öðru félagsstarfi. Gylfi var í stjórn Viðskiptaráðs  Íslands um árabil og gengdi þá varaformannsstöðu ráðsins auk þess að vera varaformaður Amerísk Íslenska Viðskiptaráðsins og stjórnarmaður í Kanadíska og Ameríska viðskiptaráðinu í USA og Kanada.

Gylfi hefur verið mjög virkur í startup fyrirtækjum sem fjárfestir og leiðbeinandi og hefur leiðbeint fyrirtækjum á byrjunarstigum og í útrás. Gylfi hefur látið heilbrigði og vellíðan starfsfólks sig varða í sínu starfi og er meðvitaður um hversu nauðsynlegt er að greina áhrif svefns á vellíðan starfsfólks og hjálpa einstaklingum að átta sig á því að lausnirnar felast ekki alltaf í lyfjum heldur hugrænni atferlismeðferð. Gylfi var áður stjórnarformaður Betri Svefns en starfar nú sem yfirmaður fjármálasviðs.

Skráðu þig á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.