1. Hvað gerist eftir skráningu?

    Í upphafi þarf að velja sér áskriftaleið. Við bjóðum uppá 12 vikna vefmeðferð við langvarandi svefnleysi og meðferð fyrir þá sem glíma við svefnleysi og verki.

    Þegar áskriftarleið hefur verið valin færð þú sendan tölvupóst frá okkur með þar sem þú virkjar áskriftina þína og velur þér notendanafn og lykilorði til að skrá þig inn á þitt svæði.

  2. Meðferðin sjálf

    Formleg meðferð er samtals 6 vikur, þá hefur þú aðgang að vikulegum fyrirlestrum þar sem farið er yfir þá þætti sem meðferðin tekur á t.d. fræðsla um svefn og hollar svefnvenjur, áreitisstjórnun, tímabundna svefnskerðingu, svefnumhverfið, mataræði og hreyfingu, streitu, svefnlyfjanotkun, hugsanaskráningu og slökun svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því að horfa á vikulega fyrirlestra þarf að fylla út svefndagbók þar sem haldið er utan um síðastliðnar nætur. Í svefndagbókinni svarar þú spurningum t.d. hvenær þú fórst að sofa, klukkan hvað þú vaknaðir, hversu oft þú vaknaðir yfir nóttinga og svo frv. Út frá svefndagbókinni færðu ráðgjöf um ráðlagðan svefn- og háttatíma sem þú svo fylgir í hverri viku út meðferðina.

    Í meðferðinni er boðið upp á eftirfylgd sem gott er að nýta ef þörf er á meiri tíma en 6 vikum til að koma svefninum í lag. Á þessum vikum er hægt að rifja upp fyrirlestrana og halda skráningum í svefndagbókinni áfram.

    Einstaklingsmiðuð ráðgjöf er í boði samhliða meðferðinni en notendur meðferðarinnar hafa aðgang að starfsfólki Betri Svefns í gegnum tölvupóst þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og fá ráðleggingar eftir þörfum.

    Hvaða gögnum er safnað um mig í vefmeðferð?

    Með því að hefja meðferð samþykkir þú notendaskilmála Betri svefns.

    Notendaskilmálar Betri svefns

    Persónuupplýsingar sem safnað er í vefmeðferð:

    Þegar talað er um perónuupplýsingar er átt við um gögn sem hægt er að tengja við þig. Betri svefn safnar upplýsingum um nafn og netfang sem þú skráir inn þegar meðferð hefst.

    Á meðan á meðferð stendur skráir þú gögn í svefndagbók og sérfræðingar Betri svefns hafa aðgang að þessum gögnum á meðan meðferð þín stendur yfir. Sérfræðingar Betri svefns nota þessi gögn eingöngu til að veita þér persónulega ráðgjöf sé þess óskað á meðan að meðferð stendur yfir. Gögnum um framgang meðferðar er eytt að meðferð lokinni nema annars sé óskað eða ef þú ert þátttakandi í vísindarannsókn og hefur skrifað undir samþykki  um að nota megi gögnin á annan máta.

  3. Eitthvað óljóst?

    Ef eitthvað er óljóst, ekki hika við að senda okkur póst á betrisvefn@betrisvefn.is fyrir frekari upplýsingar.

Skráðu þig á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.