1. Hvað gerist eftir skráningu?

  Í upphafi þarf að velja sér áskriftaleið. Hægt er að sjá þær leiðir sem í boði eru hér eða með því að velja hnappinn „Nýskrá“ hér að ofan. Viku áskrift er hugsuð sem prufu áskrift, þar sem þú getur séð hvernig meðferðin er byggð upp og valið að hætta þegar þú vilt. Annars er hægt að velja um grunnmeðferð, lengri meðferð eða vaktameðferð.

  Þegar áskriftarleið hefur verið valin færð þú sendan tölvupóst frá okkur með notendanafni og lykilorði til að skrá þig inn á þitt svæði.

 2. Meðferðin sjálf

  Formleg meðferð er samtals 6 vikur, þá hefur þú aðgang að vikulegum fyrirlestrum þar sem farið er yfir þá þætti sem meðferðin tekur á t.d. fræðsla um svefn og hollar svefnvenjur, áreitisstjórnun, tímabundna svefnskerðingu, svefnumhverfið, mataræði og hreyfingu, streitu, svefnlyfjanotkun, hugsanaskráningu og slökun svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því að horfa á vikulega fyrirlestra þarf að fylla út svefndagbók þar sem haldið er utan um síðastliðnar nætur. Í svefndagbókinni svarar þú spurningum t.d. hvenær þú fórst að sofa, klukkan hvað þú vaknaðir, hversu oft þú vaknaðir yfir nóttinga og svo frv. Út frá svefndagbókinni færðu ráðgjöf um ráðlagðan svefn- og háttatíma sem þú svo fylgir í hverri viku út meðferðina.

  Í meðferðinni er boðið upp á eftirfylgd sem gott er að nýta ef þörf er á meiri tíma en 6 vikum til að koma svefninum í lag. Á þessum vikum er hægt að rifja upp fyrirlestrana og halda skráningum í svefndagbókinni áfram.

  Einstaklingsmiðuð ráðgjöf er í boði samhliða meðferðinni en notendur meðferðarinnar hafa aðgang að starfsfólki Betri Svefns í gegnum tölvupóst þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og fá ráðleggingar eftir þörfum.

 3. Eitthvað óljóst?

  Ef eitthvað er óljóst, ekki hika við að senda okkur póst á betrisvefn@betrisvefn.is fyrir frekari upplýsingar.

90% árangur af HAM

Rannsóknir hafa staðfest að hugræn atferlismeðferð er árangursríkasta lausn sem völ er á þegar svefnleysi er langvarandi. Allt að 90% þeirra sem sækja þessa meðferð ná að bæta svefn sinn verulega og árangurinn helst til lengri tíma.

Meðferð Betri svefns er byggð upp á sambærilegan hátt og hefðbundin HAM meðferð við svefnleysi. Helstu kostir vefmeðferðar eru að hún er ódýrari, gagnast öllum óháð búsetu og fólk getur stundað meðferðina hvar og hvenær sem er.

Skráðu þig á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.