Samstarfsverkefni Betri svefns, Heilbrigðisstofnunar Höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Þessi síða er ætluð heilbrigðisstarfsfólki sem eru í samstarfi við Betri Svefn vegna innleiðingar hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi á heilsugæslu.

Hér má finna glærukynningu Betri svefns á verkefninu (á íslensku).

Here you can find Betri svefn presentation of the project (in English)

Sjá nánari lýsingu á HAM-S neðar á síðunni (fyrir neðan tilvísunarformið).

Tilvísunarform:


Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er HAM-S sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta inngrip við langvarandi svefnleysi.

HAM-S við langvarandi svefnleysi:

HAM-S er ætluð einstaklingum með langvarandi svefnleysi. Greiningarskilmerki langvarandi svefnleysis eru:

 • Erfiðleikar með að sofna eða rofinn svefn og erfiðleikar með að sofna aftur.
 • Svefnvandi hefur neikvæð áhrif á daglegt líf (t.d. þreyta, skert athygli, skert einbeiting, minnisvandi, orkuleysi, pirringur eða önnur einkenni).
 • Svefnvandinn hefur staðið yfir í a.m.k. 3 mánuði.

Athugið að það er ekki frábending ef einstaklingur tekur svefnlyf. Ef um eitt af eftirfarandi ræðir hjá skjólstæðingi þarf sérstaka aðgát við útfærslu á ákveðnum inngripum meðferðarinnar og munu sérfræðingar Betri svefns spyrja út í þetta áður en meðferð hefst: flogaveiki, geðhvarfasýki, alvarlegt þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, þungun, alvarleg hjartavandamál eða ómeðhöndlaður kæfisvefn.


Hvað felst í vefmeðferð Betri svefns, HAM-S?

 • HAM-S vefmeðferð Betri svefns er 6 vikna meðferð við svefnleysi, ásamt 6 vikna eftirfylgd. Vefmeðferðin fer fram í gegnum heimasíðuna www.betrisvefn.is.
 • Skjólstæðingurinn fær aðgang að sínu heimasvæði þar sem hann skráir daglega svefntímann sinn og ýmsa lífsstílstengda þætti.
 • Meðferðin felur í sér mikla fræðslu um svefn, að breyta gömlum venjum og hugsunum sem geta haft neikvæð áhrif á svefninn og jafnframt að kenna nýjar aðferðir sem hjálpa til við að bæta svefninn.
 • Í meðferðinni er einnig unnið með áhrif streitu, kvíða og ýmissa lífsstílstengdra þátta á svefnleysi.
 • Á heimasvæði meðferðarinnar birtist vikulega nýtt fræðsluefni og skjólstæðingurinn fær einstaklingsmiðaðar ráðleggingar út frá svefnskráningunum.
 • Skjólstæðingurinn hefur ótakmarkað aðgengi að sérfræðingum Betri svefns meðan á meðferð stendur, í gegnum aðstoðarsvæði inná heimasvæðinu. Sérfræðingar Betri svefns hafa sérþekkingu á svefnvanda og áratuga reynslu af meðferð við svefnleysi og veita stuðning meðan á meðferð stendur.
 • Skjólstæðingur fær 75% afslátt af meðferðinni vegna samstarfsverkefnis Betri svefns og heilsugæslunnar. Skjólstæðingur greiðir því 5.900 kr. fyrir meðferðina og fær sendan sérstakan afsláttarkóða sem notaður er í greiðsluferlinu.
 • Hér má finna myndband þar sem Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi Betri svefns, útskýrir hvað felst í HAM-S.
 • Athugið að vefmeðferð Betri svefns er aðgengilega á íslensku og ensku.