Fegrunarblundur – mýta eða möguleiki?

Það að taka sér fegrunarblund er þekkt hugtak en ætli það sé eitthvað til í því að svefninn geti í raun fegrað mann?

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að þeir sem sváfu illa að staðaldri voru hrukkóttari og litu út fyrir að vera eldri en jafnaldrar þeirra sem sváfu vel. Samkvæmt rannsókninni veldur lélegur svefn því að húðin er ver varin gegn óæskilegum umhverfisáhrifum eins og sterkri sól og loftmengun.  Svefnlausu þátttakendurnir voru einnig líklegri til þess að þjást af offitu og sjálfsmynd þeirra var mun verri en hjá þeim sem sváfu vel.

Önnur rannsókn fór þannig fram að tvær myndir voru teknar af hverjum þátttakenda, ein eftir 8 klukkustunda svefn og hin eftir 5 klukkustunda svefn í kjölfar 30 klukkustunda vöku. Myndirnar voru bornar undir óháða aðila sem vissu ekki hvor myndin var eftir góðan svefn og hvor eftir stuttan. Í ljós kom að eftir stuttan svefn þóttu þátttakendurnir veiklulegri, minna aðlaðandi og þreytulegri en eftir góðan nætursvefn.

Það er löngu staðfest að langvarandi svefnskortur getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á heilsufar almennt en þessar niðurstöður benda til þess að jafnvel ein nótt af slæmum svefni geti valdið því að fólk er metið minna aðlagandi. Það er því með sanni hægt að segja að fegrunarblundurinn sé engin mýta !

Til gamans má hér sjá nokkrar stjörnur sem hafa sagt frá því að fegrunarblundurinn sé fastur liður í þeirra rútínu :

Skráðu þig á póstlistann

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur til að fá greinar og góð ráð um svefn ásamt tilboðum frá okkur og samsstarfsaðilum okkar.