Betri svefn er svefnmeðferð á netinu sem bætir heilsu, líðan og lífsgæði. Ef þú kannast við að ..

Vera lengi að sofna

Vakna um miðjar nætur

Vakna of snemma

Svefnlyfin eru hætt að virka

þá gæti Betri svefn hentað þér!

Athugaðu hvort að meðferðin henti þér
eða sjáðu verðskrána

Spurt & svarað

Sjá fleiri umsagnir

Hvað segja notendur okkar?

Ég hefði aldrei trúað því fyrir 7 vikum síðan að ég myndi sofa heila nótt án þess að vakna - enda vön að vakna oft á hverri nóttu. Eftir að hafa farið í gegnum 6 vikna meðferð er ég farin að sofa alla nóttina það hefur mikil áhrif á lífsgæði mín til batnaðar. Mæli eindregið með námskeiði Betri svefns.

Kona á fertugsaldri

Þjónusta við fyrirtæki

Betri svefn býður uppá sérstaka þjónustu fyrir fyrirtæki. Við metum á einfaldan hátt hversu margir innan fyrirtækisins eru að glíma við svefnleysi og hversu mörgum meðferð Betri svefns myndi gagnast. Í kjölfarið bjóðum við uppá sérstök tilboð á meðferð Betri svefns til fyrirtækja sem vilja bæta svefn hjá sínum starfsmönnum og auka þannig framleiðni, fækka veikindadögum og bæta vinnuandann!

90% árangur af HAM-S

Rannsóknir hafa staðfest að hugræn atferlismeðferð er árangursríkasta lausn sem völ er á þegar svefnleysi er langvarandi. Allt að 90% þeirra sem sækja þessa meðferð ná að bæta svefn sinn verulega og árangurinn helst til lengri tíma. Meðferð Betri svefns er byggð upp á sambærilegan hátt og hefðbundin HAM meðferð við svefnleysi. Helstu kostir vefmeðferðar eru að hún er ódýrari, gagnast öllum óháð búsetu og fólk getur stundað meðferðina hvar og hvenær sem er.

Önnur þjónusta

Sérfræðingar Betri svefn bjóða uppá fræðslu um svefn og flest sem honum tengist fyrir vinnustaði, skóla, félagasamtök og aðra áhugasama. Við sérsníðum fræðsluna að ykkar hóp og erum til dæmis með fyrirlestra almennt um svefn– svefnleysi – svefnráð fyrir vaktavinnufólk og fleira. Sendu okkur línu og fáðu frekari upplýsingar.