Hvað felst í svefnleysi?

Kannast þú við að eiga erfitt með að sofna og/eða vakna upp á næturnar og geta ekki sofnað aftur og/eða vakna fyrr en þú ætlaðir þér á morgnanna og eiga erfitt með að sofna aftur? Allt framangreint eru dæmi um svefnvanda en langvarandi svefnleysi getur haft slæm áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, til að mynda minni, einbeitingu, hjarta- og æðasjúkdóma, offitu, kvíða og þunglyndi.

Er hægt að gera eitthvað í svefnleysi?

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi er árangursrík leið til þess að vinna á svefnleysi. Í meðferðinni felst að endurskoða hugsanir og hegðun sem hafa truflandi áhrif á svefn og uppræta þann vítahring sem hefur skapast í kringum svefnvandann. Þeir sem vilja hætta svefnlyfjatöku eru aðstoðaðir með það í meðferðinni.

Hópmeðferð við svefnleysi

Í hverjum hópi eru 8-12 manns og hittist hópurinn vikulega í tvær klukkustundir í senn. Auk þess að vinna að bættum svefni er unnið með tengda þætti, líkt og áhrif streitu, kvíða og lífsstílstengdra þátta á svefnleysi. Þátttakendur skrá svefninn sinn daglega alla meðferðina og fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar í hverjum tíma. Þátttakendur hafa einnig aðgengi að sálfræðingum Betri svefns á milli meðferðartíma og eru hvattir til þess að vera í reglulegum samskiptum við þá meðan á meðferð stendur.

Hvenær hefjast næstu hópmeðferðir?

  • Mánudaginn 19. október 2020. Hópurinn hittist á mánudagskvöldum frá 19:30-21:30 yfir sex vikna tímabil. UPPSELT.
  • Þriðjudaginn 3. nóvember 2020. Hópurinn hittist á þriðjudagskvöldum frá 19:30-21:30 yfir sex vikna tímabil. Nokkur sæti laus.

Í ljósi COVID-19 er ítrustu sóttvarna gætt og kjósi fólk að sitja tímana í gegnum fjarfundarbúnað er það velkomið.

Meðferðinni er stýrt af sálfræðingum sem hafa sérþekkingu á vandanum. Verðið er 64.900 kr og er meðferðin niðurgreidd af stéttarfélögum. Skráning og allar frekari upplýsingar má nálgast í netfanginu betrisvefn@betrisvefn.is.